fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tóku mann af lífi sem myrti fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 17:30

Aaron og fórnarlamb hans, Ted Price.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Brian Gunches, 53 ára fangi á dauðadeild í Arizona, var tekinn af lífi í gær. Aaron þessi var sakfelldur fyrir að nema fyrrverandi eiginmann kærustu sinnar, Ted Price, á brott og skjóta hann til bana. Átti morðið sér stað skammt frá borginni Phoenix árið 2002.

Aaron var tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu í ríkisfangelsinu í Florence í gærmorgun.

Í frétt AP kemur fram að til átaka hafi komið á milli Aarons og Teds á heimili Aarons og kærustu hans, fyrrverandi eiginkonu Teds, undir lok árs 2002.

Mun Ted hafa hótað því að tilkynna fyrrverandi eiginkonu sinnar til barnaverndaryfirvalda þar sem hún hefði neytt fíkniefna fyrir framan börnin þeirra. Aaron sló Ted í andlitið, fór með hann út í bíl og ók út í eyðimörkina þar sem hann skaut hann til bana.

Aaron var handtekinn í janúar 2003 þegar lögreglumaður stöðvaði för hans. Hann var vopnaður og skaut lögregluþjóninn í brjóstkassann, en skothelt vesti varð til þess að lögreglumaðurinn særðist ekki lífshættulega.

Aaron játaði sök í málinu en var dæmdur til dauða fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði