fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Mörg þúsund viðskiptavinir fá bætur – Tveir menn pissuðu í matinn

Pressan
Miðvikudaginn 19. mars 2025 04:24

Hot Pot. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska veitingastaðakeðjan Haidilao ætlar að greiða um 4.000 viðskiptavinum sínum bætur eftir að myndband eitt fór á mikið flug á Internetinu. Á því er ekki annað að sjá en tveir karlmenn pissi í svokallaðan „hotpot“ en það er mjög vinsæll matur í Kína og víðar.

Þetta gerðist á veitingastað keðjunnar í Shanghai að sögn The Independent sem segir að Haidilao hafi tilkynnt um bótagreiðsluna eftir að myndbandið fór í dreifingu í síðasta mánuði. Mennirnir sjást pissa í „hotpot“ þar sem þeir sátu að snæðingi í einkaherbergi á veitingastaðnum.

Fyrirtækið segir að málið hafi leitt í ljós ákveðna vankanta á þjálfun starfsfólks sem hafi valdið því að það tók ekki eftir því sem mennirnir gerðu.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það skilji fullkomlega hversu óþægilegt þetta sé fyrir viðskiptavini og það sé ekki hægt að bæta þeim þetta að fullu en fyrirtækið muni gera sitt besta til að taka ábyrgð á málinu.

Ekki kemur fram hversu háar bætur verða greiddar.

Haidilao hefur kært mennina til lögreglunnar og hefur stigið fyrstu skrefin í málshöfðun gegn þeim. Þeir eru 17 ára og eru í haldi lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali