fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Leggja fram frumvarp til að fá „Trump-sturlun“ viðurkennda sem geðsjúkdóm

Pressan
Mánudaginn 17. mars 2025 13:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnmál verða furðulegri með hverjum deginum. Nú hafa þingmenn repúblikana í Minnesota lagt fram frumvarp þar sem þeir leggja til að svokölluð „Trump sturlun“ (e. Trump Derangement Syndrome) verði viðurkennd sem geðsjúkdómur.

Samkvæmt frumvarpinu er Trump-sturlun skyndilegt ofsóknarbrjálæði hjá annars heilbrigðum einstaklingi, sem mætti flokka sem viðbrögð við embættisverkum Donald Trump Bandaríkjaforseta og persónu hans. Einkenni sturlunarinnar eru meðal annars sögð eftirfarandi:

  • Móðursýki út af Trump – sem veldur því að einstaklingur er ekki lengur fær um að sjá lögmæt embættisverk og stefnumál forsetans heldur túlkar allt sem forsetinn gerir sem annarlegt.
  • Tjáning sem felur í sér gífurlega fjandsemi í garð Trump
  • Framkoma sem felur í sér fjandsemi eða ofbeldi í garð þeirra sem styðja Trump

Þetta er fyrsta tilraun repúblikana til að fá þetta meinta heilkenni viðurkennt, en stuðningsmenn Trump, MAGA-liðar, hafa um nokkra hríð notað þetta hugtak til að útskýra harða andstöðu við forsetann. Í þeirra huga getur ekki verið að gagnrýnin eigi rétt á sér heldur hljóta andstæðingarnir að vera veikir. Hugtakið má í raun rekja lengra aftur, eða allt til ársins 2003 þegar hægrisinnaði geðlæknirinn og dálkahöfundurinn Charles Krauthammer fór að skrifa um Bush-sturlun í tengslum við harða gagnrýni í garð George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir innrás Bandaríkjanna í Írak.

Samkvæmt slangurorðabókinni Urban Dictionary er Trump-sturlun „geðveiki þar sem manneskja, sem hefur í raun sturlast af óvild í garð Donald Trump, er búin að missa alla skynsemi og rökhugsun.“

Fleiri hafa freistað þess að skilgreina þetta hugtak. Blaðamaðurinn Fareed Zakaria segir að sturlunin sé „hatur í garð Trump forseta sem er svo yfirþyrmandi að það hefur áhrif á dómgreind fólks“. Blaðamaðurinn Chris Cillizza segir þó að um sé að ræða hugtak sem stuðningsmenn Trump noti til að gera lítið úr gagnrýnisröddum. MAGA-liðar hlusti nefnilega ekki á gagnrýnina heldur líta á hana sem hræsni vinstrimanna. Vinstrimenn prediki um tjáningarfrelsi og umburðarlyndi en sturlist svo óskiljanlega þegar umræðan fjallar um Trump. Blaðamaðurinn Brad Stephens, sem þó telst íhaldsmaður, segir hugtakið notað af hægrihópum í hvert sinn sem einhver gagnrýnir Trump, sama úr hvaða flokki sá gagnrýnandi kemur: „Ég er skyndilega orðinn óvinsæll meðal hægrisinnaðra fyrrum aðdáenda minna- því ég hef staðið með skoðunum mínum. Það er nánast hlægilegt að vera sakaður um að glíma við eitthvað sem kallast Trump-sturlun bara því mér fannst ég knúinn til að tala gegn því að forsetinn gefi tilkynna að það sé sama siðferðislegur samhljómur milli Bandaríkjanna og Rússlands Vladimirs Pútíns.“

Aðrir blaðamenn hafa þó freistað þess að túlka hugtakið rúmt. Þar undir geti nefnilega líka fallið þeir sem fylgja Trump í svo mikilli blindi að þeir hætta að trúa því sem þeir heyra og sjá, vísindum og staðreyndum. Enn aðrir hafa bent á að hugtakið sé í raun gaslýsing. Það sé hreinlega verið að gera lítið úr gagnrýni með því að kalla fólk geðveikt.

Frumvarpið hefur nú verið lagt fram í Minnesota til að fá sturlunina formlega viðurkennda, sem hefur vakið óhug margra sem telja að hér séu þingmenn að freista þess að gera gagnrýni í garð forsetans ólöglega. Rétt er þó að taka fram að litlar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt þar sem demókratar eru í meirihluta í Minnseota.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Í gær

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði