fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú þarft að leggja hart að þér, hlýðin(n), trúr og tryggur og það sem er allra mikilvægast er að þú sért viljug(ur) til að eignast börn.

Þetta eru kröfurnar sem kínverska fyrirtækið Shandong Shuntian Chemical Group gerir til starfsfólks. New York Times skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í minnisblaði sem stjórnendur fyrirtækisins sendu starfsfólki.

„Ef þú gengur ekki í hjónaband og stofnar fjölskyldu fyrir lok þriðja ársfjórðungs, þá munum við binda enda á ráðningarsamning þinn,“ segir í minnisblaðinu.

Einhleypt starfsfólk hefur því frest þar til í lok september til að finna hina einu sönnu ást ef það vill ekki standa uppi atvinnulaust.

Ekki er svo langt síðan að kínversk stjórnvöld heimiluðu hjónum og pörum aðeins að eignast eitt barn. En sú tíð er nú að baki vegna fólksfækkunar í landinu. Kommúnistaflokkurinn, sem stýrir landinu harðri hendi, reynir nú að fá landsmenn til að ganga í hjónaband og eignast börn.

Embættismenn hafa meðal annars heimsótt konur á heimili þeirra til að reyna að hafa áhrif á þær og fá þær til að eignast börn.

6,1 milljón kínverskra para gekk í hjónaband á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum