fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 19:30

Jakkinn góði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem betur fer hefur vitundarvakning átt sér stað hvað varðar að endurnýta hluti sem ekkert er að. Til dæmis með því að gefa föt, sem maður er hættur að nota, til hjálparsamtaka eða annarra sem reka notað og nýtt verslanir.

Ekki skemmir fyrir að fólk getur oft gert góð kaup í slíkum verslunum og dottið niður á sannkallaða gullmola.

Kannski fannst JoAnn, sem býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, að hún hefði dottið í lukkupottinn þegar hún fann fallegan rauðan jakka í slíkri verslun. Hún keypti jakkann. Síðan fann hún miða í honum með skilaboðum sem gera að verkum að margir telja að hún eigi ekki að nota jakkann.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að JoAnn hafi farið í verslunina með unnusta sínum.  Þeim hafi litist vel á jakkann og keypt hann.

Þegar JoAnn fór í jakkann, fann hún miða, sem var festur með títuprjóni, sem á stóð: „Jarðsetjið mig í þessum rauða jakkanum.“

Scott deildi mynd af jakkanum og miðanum á samfélagsmiðlum og fór færslan eins og eldur í sinu um netheima.

Viðbrögðin voru blendin, margir höfðu samúð með hinum látna eiganda jakkans því hinsta ósk hans hafi ekki verið virt.

„Ég vona að hún hafi verið grafin í einhverju frábæru,“ skrifaði einn og annar skrifaði: „Svo sorglegt. Fjölskylda hennar sá líklega aldrei miðann.“

Þriðja manneskjan sagðist ekki geta hugsað sér að klæðast jakkanum eftir að hafa lesið skilaboðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum