fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Þetta gerist ef þú gleypir tyggjó

Pressan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 07:30

Tyggjó getur innihaldið mikið af örplasti. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir muna eflaust eftir því að hafa heyrt á barnsaldri að ef maður gleypi tyggjó, þá verði það í maganum næstu sjö árin. En er eitthvað til í þessu?

Simon Travis, prófessor í meltingafærafræðum við Oxfordháskóla, sagði í samtali við CNN að þessi mýta sé ekkert annað en mýta!

„Ég hef enga hugmynd um hvaðan þessi mýta kom. Ég get bara ímyndað mér að hún hafi verið fundin upp til að fá börn til að hætta að tyggja eða gleypa tyggjó,“ sagði hann.

Það er rétt að líkaminn getur ekki melt tyggjó en það þýðir ekki að það verði í líkamanum næstu sjö árin. Tyggjóið fer í gegnum meltingarveginn eins og annað sem líkaminn getur ekki melt og skilar sér út í nær óbreyttu ástandi.

„Ef þú kyngir tyggjói, þá fer það í gegnum magann, áfram til þarmanna og skilar sér út með hægðunum,“ sagði Travis.

Hann sagði að tyggjó geti þó valdið vandræðum, sérstaklega hjá börnum, ef miklu magni er kyngt. Hann sagði dæmi um að tyggjó hafi setið fast í þörmum ungra barna eða barna sem kyngdu miklum magni af því. Sjálfur hafi hann aldrei séð dæmi um það á 30 ára starfsferli sínum.

En þrátt fyrir að það sé yfirleitt ekki hættulegt að kyngja tyggjó, þá ráða sérfræðingar fólki frá því að gera það. Aaron Carrol, læknir, sagði að tyggjó hafi ekkert næringargildi. Það sé búið til úr gúmmíkenndum sætuefnum, bragðefnum og ilmi og sé því ekki beinlínis hollt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma

Þingmaður Repúblikana reynir að afsaka hakakross sem sást á skrifstofu hans á óheppilegum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife