fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Fjölskyldur í sárum eftir að staðgöngumæðrastofu var lokað í skyndi og eigandinn lét sig hverfa

Pressan
Fimmtudaginn 18. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakanlegt mál er komið inn á borð alríkislögreglunnar, FBI, í Bandaríkjunum. Á einni nóttu var staðgöngumæðrastofunni Surro Connections lokað og eigandi hennar, Megan Hall-Greenberg, lét sig hverfa. Eftir sitja fjölskyldur og barnshafandi staðgöngumæður í sárum og þykir ljóst að fjártjónið sé mikið.

NBC fjallar um málið og tekur fram að fyrirtækið hafi skellt óvænt í lás fyrr í þessum mánuði. Skjólstæðingar fá engin svör um peninga sem þeir eiga þar inni og eigandinn Megan Hall-Greenberg er búin að eyða öllum samfélagsmiðlum og hætt að svara í síma.

Surro Connections tengdi saman fólk sem langar að verða foreldrar og konur sem eru tilbúnar að ganga með börn fyrir aðra. Staðgöngumæðrun er háð ströngum skilyrðum í Bandaríkjunum og staðgöngumæður fá greidda þóknun fyrir ómakið. Algengt er að þær fái fjárhæðina greidda mánaðarlega í þessu ferli, frá því að þær byrja að gangast undir frjósemismeðferðir og allt þar til þær hafa komið barni í heiminn. Surro Connections tók að sér að sjá um þessar greiðslur. Verðandi foreldrar lögðu háar fjárhæðir inn á reikning fyrirtækisins og voru fullvissaðir um að þetta fyrirkomulag væri öruggt.

Undanfarna mánuði höfðu staðgöngumæður kvartað undan því að greiðslur væru að berast of seint. Svo í desember barst engin greiðsla. Starfsmaður fyrirtækisins hafði ekki hugmynd í hvað stefndi. Hall-Greenberg fullvissaði alla um að ekkert amaði að rekstrinum. Svo skyndilega var skellt í lás. Skjólstæðingum var tilkynnt að fyrirtækið hefði hætt starfsemi og að peningarnir væru farnir. Starfsfólki var fyrirvaralaust sagt upp störfum. Hall-Greenberg hefur engin svör gefið og virðist hafa látið sig hverfa með innistæður skjólstæðinga sinna.

Markaðsstjóri staðgöngumæðrastofunnar, Sarah Shaffer, áætlar að um 150 fjölskyldur hafi átt peninga hjá fyrirtækinu og að heildarinnistæða hafi verið á bilinu 250-650 milljónir króna.

NBC ræddi bæði við staðgöngumæður og kynfrumugjafa þeirra. Þau lýsa mikilli angist, vonbrigðum og telja fullvíst að peningar þeirra séu horfnir. Í sumum tilvikum eru verðandi foreldrar sterkefnaðir og hafa því tök á því að halda áfram að greiða staðgöngumæðrum sínum. Ekki er víst að það eigi við um alla enda greinir markaðsstjórinn frá því að í sumum tilvikum hafi staðgöngumæðrun verið fjármögnuð með lánsfé og jafnvel með ævisparnaði fjölskyldna.

Þolendur fyrirtækisins eru margir í viðkvæmri stöðu, annars vegar fólk sem hefur glímt við áföll tengd ófrjósemi og hins vegar þungaðar konur. NBC greinir frá því að Hall-Greenberg hafi glímt við fjárhagserfiðleika. Hún hafi þurft að loka öðrum fyrirtækjum sínum eftir að hafa árum saman rekið þau með lántöku. Eins megi sjá af opinberum gögnum að hún sé búin að steypa sér persónulega í miklar skuldir, svo sem með yfirdrætti og eins sé hún í vanskilum við skattinn.

Þegar FBI gerði húsleit í höfuðstöðvunum á dögunum gripu þeir í tómt. Þar mátti sjá að húsnæðið hafði verið rýmt í flýti og mikið af skjölum hent í pappírstætara. Allar tölvur höfðu verið fjarlægðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels
Pressan
Fyrir 1 viku

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra