fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Pressan
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski næringarfræðingurinn og þjálfarinn Thomas DeLauer er búsettur í Santa Barbara. DeLauer deilir reynslu sinni af löngum ferli sem fyrrum afreksíþróttamaður í rugby og hlaupum yfir í að vera þjálfari og næringarfræðingur með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Í nýjasta myndbandinu segir hann frá ást sinni á matvöru sem hann segir eina þá bestu til að fá prótein í mataræðinu, matvöru sem við Íslendingar höfum þekkt frá barnæsku.

„Ég elska ennþá gríska jógúrt en er búinn að sjá að það er til eitthvað betra. Það er til eitthvað sem heitir Íslenskt skyr. Þetta er efst á listanum mínum og eitthvað sem ég tel virkilega öflugt. Ástæðan er sú að það er með hærra hlutfall próteina á móti fitu og það er þéttara á þann hátt að próteininnihaldið er hærra. Þú færð smjörkennda mjúka áferð með íslenska skyrinu í fitulausri skyrjógúrt sem smakkast eins og grísk jógúrt með 5% fitu. Þannig að þú færð mysuprótein (whey protein), þú færð ostaprótín (kasein protein) og þú færð mjólkursýrugerlana úr því. Þannig að þú færð þessa auka kosti sem koma ofan á próteinið sjálft. Íslenskt skyr er að verða uppáhalds mjólkurpróteinið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið