
Dubrovnik og nágrenni hennar er þekkt fyrir fallegar strendur, en segja má að þær hafi breyst í ruslahaug þar sem gríðarlegu magni af rusli skolaði á land í óveðrinu.
Í frétt New York Times kemur fram að staðan hafi verið einna verst á Banje-ströndinni og virðist sökudólgurinn koma frá nágrannaríkinu Albaníu. Meirihlutinn af því rusli sem skolaði á land var með merkingar frá Albaníu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist í Dubrovnik og nágrenni og virðast straumar Adríahafsins rusl frá nágrannalöndunum upp að ströndum borgarinnar. Í frétt New York Times kemur fram að ýmislegt óskemmtilegt hafi ratað á land, þar á meðal dauð dýr.
Mato Franković, borgarstjóri Dubrovnik, segir að utanríkisráðuneyti Króatíu hafi átt í viðræðum við Albaníu um þetta endurteknu vandamál og jafnvel boðið fjárhagsaðstoð til að hjálpa Albaníu að standa betur að meðhöndlun úrgangs.
Fjölmennur hópur fólks vinnur nú að því að fjarlægja úrganginn í Dubrovnik, en að stærstum hluta er um að ræða plast og málma.