
Í þetta skiptið beindi hann orðum sínum að Katie Rogers, blaðakonu New York Times, og sagði í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hún væri „ljót, bæði að innan og utan“.
Daginn áður hafði New York Times birt umfjöllun eftir Rogers og kollega hennar sem fjallaði um að Trump væri farin að sýna ýmis ellimerki. Trump er vissulega ekki að yngjast en hann verður áttræður í júní næstkomandi.
Í færslu sinni benti forsetinn á að hann væri við hestaheilsu og hefði gengist nýlega undir læknisskoðun og próf í hugrænni getu og fengið góða niðurstöðu.
Trump afskrifaði einnig The New York Times sem „ómerkilegt blað“ og „óvin þjóðarinnar“ í færslunni.
Forsvarsmenn blaðsins svöruðu því til að umfjöllun blaðsins væri rétt og að persónulegar árásir forsetans hefðu engin áhrif á skrif þess.Vinna Rogers væri dæmi um hvernig frjáls og óháður fjölmiðill hjálpar bandarísku þjóðinni að skilja betur stjórnvöld og leiðtoga þjóðarinnar.
Í síðustu viku kallaði Trump blaðakonu Bloomberg, Catherine Lucey, „svínku“. Hann gagnrýndi einnig Mary Bruce, fréttamann ABC News, í Hvíta húsinu og sagði að hún væri „hræðileg manneskja“.