fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Pressan
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 10:30

Katie Rogers og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið enn eina blaðakonuna fá það óþvegið og er það í þriðja sinn á skömmum tíma sem það gerist.

Í þetta skiptið beindi hann orðum sínum að Katie Rogers, blaðakonu New York Times, og sagði í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að hún væri „ljót, bæði að innan og utan“.

Daginn áður hafði New York Times birt umfjöllun eftir Rogers og kollega hennar sem fjallaði um að Trump væri farin að sýna ýmis ellimerki. Trump er vissulega ekki að yngjast en hann verður áttræður í júní næstkomandi.

Í færslu sinni benti forsetinn á að hann væri við hestaheilsu og hefði gengist nýlega undir læknisskoðun og próf í hugrænni getu og fengið góða niðurstöðu.

Trump afskrifaði einnig The New York Times sem „ómerkilegt blað“ og „óvin þjóðarinnar“ í færslunni.

Forsvarsmenn blaðsins svöruðu því til að umfjöllun blaðsins væri rétt og að persónulegar árásir forsetans hefðu engin áhrif á skrif þess.Vinna Rogers væri dæmi um hvernig frjáls og óháður fjölmiðill hjálpar bandarísku þjóðinni að skilja betur stjórnvöld og leiðtoga þjóðarinnar.

Í síðustu viku kallaði Trump blaðakonu Bloomberg, Catherine Lucey, „svínku“. Hann gagnrýndi einnig Mary Bruce, fréttamann ABC News, í Hvíta húsinu og sagði að hún væri „hræðileg manneskja“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum