fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 16:30

Skjáskot/60 Minutes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Anderson Cooper táraðist í viðtali sem hann stýrði fyrir fréttaskýringaþáttinn 60 Mínútur. Þar var verið að fjalla um heimildarmynd sem bráðum kemur út á Netflix og kallast Öll tómu herbergin (e. All the Empty Rooms) þar sem fjölmiðlamaðurinn Steve Hartman ásamt ljósmyndara heimsækir fjölskyldur átta barna sem létu lífið í skotárásum í skólum þeirra.

Foreldrar barnanna hafa ekki hreyft við herbergjunum. Þau eru frosin í tíma og bíða barna sem aldrei munu koma heim úr skólanum. Cooper átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann fjallaði um þetta. Hann sagði þetta sláandi áminningu um eðli þessara skotárása. Þjóðin les fréttirnar og fólk er slegið en getur svo haldið lífinu áfram. Annað eigi við um fjölskyldur barnanna.

„Þessar fjölskyldur komast aldrei yfir þetta,“ sagði Cooper klökkur. Steve Hartmann útskýrði að fjölskyldur þessara tilteknu barna sem opnuðu heimili sín fyrir honum við gerð heimildarmyndarinnar hafi ákveðið að gera slíkt til að minna þjóðina á börnin þeirra, til að benda á hversu fljótt þjóðin gleymir þessum voðaverkum.

Rödd Coopers brast þegar hann reyndi að útskýra hvað gleymskan þýðir fyrir þessar fjölskyldur. „Ég held það sé gífurleg byrði fyrir þessa foreldra að þurfa að varðveita minninguna, að það séu þau ein sem muna – afsakið mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi