fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“

Pressan
Laugardaginn 22. nóvember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu.

Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í samfélaginu sem fólk hefur ekki endilega áttað sig á.

Eiginkona nokkur leitaði ráða hjá Abby, en hún sagði eiginmann sinn sem hún hafði verið gift í fjögur og hálft ár hafa átt kærustu áður. Hafi þau verið sundur og saman í 15 ár og kærastan látist meðan hann var í fangelsi.

„Við giftum okkur þremur mánuðum eftir að hann var látinn laus.

Málið er að þegar hann sefur, næstum á hverju kvöldi, segir hann nafnið hennar og hversu mikið hann elskar hana. Hann segir að vegna þess að hann sé að gera þetta í svefni, þá viti hann ekki að hann sé að gera það. Það virðist pirra hann að ég sé pirruð yfir þessu. Hann vill ekki meiða mig. Hvað get ég gert til að takast á við þetta eða fá hann til að hætta að gera þetta?“

„Eiginmaður þinn var með kærustu sinni af og til miklu lengur en hann hefur verið giftur þér. Gamlar venjur deyja seint. Ef hann vekur þig þegar þetta gerist, ekki hika við að vekja hann varlega. Ef hann spyr hvers vegna þú gerðir það, útskýrðu að hann hafi verið að tala í svefni. (Ekki vera nákvæm um hvað.) Reyndu svo að muna að hún er gömul saga og hluti af fortíðinni, þú ert nútíðin og sefur við hlið hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“