fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Pressan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 06:30

Abby var skotin og telst heppin að hafa lifað árásina af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abby Zwerner, kennari sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum, fær tíu milljónir dollara, tæplega 1,3 milljarða króna á núverandi gengi, í bætur eftir árásina.

Þetta er niðurstaða kviðdóms í máli sem hún höfðaði gegn skólayfirvöldum í Virginíu í Bandaríkjunum.

Atvikið átti sér stað þann 6. janúar 2023 þegar nemandi hennar gekk upp að henni þar sem hún sat í skrifborðsstól og skaut hana tvisvar með skammbyssu.

Abby höfðaði mál þar sem skólastjórnendum mátti vera ljóst að hætta stafaði af drengnum og vitað væri að hann hefði komið með byssu í skólann þennan dag.

Sjá einnig: Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Zwerner var skotin í brjóstið og handlegginn og var hún flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún dvaldi í tvær vikur. „Ég hélt ég hefði dáið. Ég hélt ég væri annað hvort á leið til himna eða komin þangað,“ sagði hún á dögunum um það sem flaug í gegnum huga hennar eftir skotárásina.

Málið vakti mikið umtal á sínum tíma og veltu margir fyrir sér hvernig sex ára barni dytti í hug að koma með byssu í skólann og skjóta kennarann sinn.

Í málinu var aðstoðarskólastjóranum, Ebony Parker, stefnt en hann mun hafa fengið nokkrar ábendingar þess efnis, í aðdraganda árásarinnar, að nemandinn væri með byssu í skólatöskunni sinni. Þrátt fyrir það var ekki brugðist við, byssan ekki fjarlægð eða lögreglu gert viðvart fyrr en eftir árásina.

Móðir hins sex ára drengs var dæmd í fjögurra ára fangelsi vegna málsins en nemandinn lýsti því að hann hefði náð í byssuna úr skúffu á heimili móður sinnar.

Í frétt AP kemur fram að búist sé við að Virginia Risk Sharing Association, tryggingasjóður skólayfirvalda á svæðinu, greiði skaðabæturnar í málinu. Parker mun fara fyrir dóm síðar í þessum mánuði, ákærð fyrir brot sem varða meðal annars vanrækslu í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi