
Á lóðinni fann hann fimm gullstangir og slatta af gullmynt sem búið var að vefja inn í plastpoka. Samkvæmt frétt CBS News er áætlað að verðmætið nemi um 800 þúsund dollurum, eða rétt rúmlega hundrað milljónum króna.
Maðurinn tilkynnti fundinn í maí síðastliðnum til yfirvalda á svæðinu og eftir yfirlegu komust yfirvöld að því að gullið væri ekki stolið og hefði líklega verið brætt niður fyrir 15 til 20 árum. Það er þó alls óvíst hver kom því fyrir þar sem það fannst en fyrri eigandi lóðarinnar er látinn.
Þá segir í frétt CBS News að þar sem svæðið sem um ræðir sé ekki skilgreint fornminjasvæði og ekki væri hægt að finna löglegan eiganda góssins ætti maðurinn rétt á að eiga fjársjóðinn samkvæmt frönskum lögum.