fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Pressan
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew fyrrum Bretaprins er sagður hafa breytt Buckingham-höll í sitt eigið persónulega vændishús. Hann fékk vændiskonur á staðinn og allt með vitneskju móður sinnar, Elísabetar drottningar, sem hélt hylmdi yfir athæfi sonarinar.

Þessu heldur sagnfræðingurinn Andrew Lownie fram í bók sinni Entitled: The Rise and Fall of the House of York.

„Hann flutti vændiskonur inn í Buckinghamhöll í mörg ár. Það var gert reglulega. Fólk sem vann þar kvartaði við yfirmenn, en ekkert var gert, öryggisvörðunum sem kvörtuðu var sagt: „Ef þú vilt fara aftur í Brixton-höllina, þá hefurðu þann kost, en annars þegirðu,“

„Auðvitað vissi drottningin það. Henni var tilkynnt það. En hann var uppáhaldssonur hennar og hann komst upp með allt. Það var hylmt yfir þetta, þangað til núna.“

Fyrrverandi starfsmenn hallarinnar eru nú að leysa frá skjóðunni um Andrew, sem skildi við Söruh Ferguson árið 1996.

„Ég fæ fleiri og fleiri upplýsingar á hverjum degi frá fólki sem vann í höllinni og í ríkisstjórninni, þau eru ekki lengur hrædd við að tala eða segja heiminum frá hvað gerðist í raun og veru nú þegar Andrew hefur verið sviptur öllum konunglegum titlum og nú þegar hann nýtur ekki lengur verndar drottningarinnar.“

Lownie sagði nýlega Söruh Vine, fréttaritara Daily Mail, í hlaðvarpinu Deep Dive að Andrew hafi einu sinni fengið 40 vændiskonur sendar á hótel sitt í Taílandi.

Þann 3. nóvember var Andrew, sem er 65 ára, sviptur titlunum „Hans konunglega hátign“ og „Prins“ af eldri bróður sínum, Karli konungi, eftir ásakanir um að hann hefði sofið hjá konum í kvennabúri Jeffrey Epsteins, þar sem mansal fór fram.

Eitt af fórnarlömbum Epsteins, Virginia Giuffre, sem tók eigið líf  41 árs að aldri í apríl, hélt því fram í endurminningum sínum Nobody’s Girl, sem gefnar voru út sex mánuðum eftir andlát hennar, að Epstein hefði skipað henni að stunda kynlíf með Andrew þrisvar sinnum, þar á meðal þegar hún var aðeins 17 ára gömul.

Þann 17. október, innan við viku áður en bók Giuffres kom út, tilkynnti Andrew að hann væri að gefa frá sér titla sína í yfirlýsingu: „Í samræðum við konunginn og mína nánustu og fjölskyldu höfum við komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi ásakanir gegn mér beina athyglinni frá starfi hans hátignar og konungsfjölskyldunnar. Ég hef ákveðið, eins og ég hef alltaf gert, að setja skyldu mína gagnvart fjölskyldu minni og landi í fyrsta sæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni