fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Pressan
Laugardaginn 8. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar unglingsstúlka fór með vini sínum á ball árið 2023 óraði hana líklega ekki fyrir þeim dilk sem þetta átti eftir að draga á eftir sér.

Nú hefur móðir hennar verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi. Móðirin, Robyn Polston, er sökuð um kynferðislega misnotkun gegn barni og fyrir vörslur á barnaníðsefni, en hún eignaðist í janúar á þessu ári barn með vini dóttur sinnar. Móðirin kynntist drengnum á áðurnefndu balli þar sem hún sinnti gæslu.

Drengurinn flutti burt með fjölskyldu sinni eftir ballið en kom svo aftur í fyrrum heimabæinn í stutta heimsókn í apríl á síðasta ári. Hann var þá 14 ára gamall. Um 40 vikum síðar eignaðist Robyn Polston barn sem fyrir „tilviljun“ deildi milli- og eftirnafni með unglingsdrengnum.

Lögreglu barst ábending um að barnsfaðir Polston væri í raun ólögráða barn. Hún þverneitaði þó sök. Hún sagðist hafa getið barnið með manni á þrítugsaldri sem hefði engan áhuga á að vera faðir. Lögregla lét sér þó ekki segjast og lét framkvæma erfðafræðilega rannsókn sem sannaði að unglingsdrengurinn er faðirinn. Eins voru raftæki Polston rannsökuð og fannst þar mikið af kynferðislegu myndefni sem sýndi drenginn og hana saman og í sitt hvoru lagi.

Dómari hefur ákveðið að úrskurða Polston í gæsluvarðhald þar til aðalmeðferð hefst í málinu, en Polston mun hafa reynt að þvinga drenginn til að hjálpa henni að hylma yfir brotin. Eins er talið að fjölskylda Polston, þá einkum móðir hennar og systir hennar, sé svo meðvirk að þeim sé ekki treystandi til að tryggja að Polston hafi ekki samband við drenginn verði hún látin laus.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug