fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Pressan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 19:30

Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í ágúst sem Bretinn Kyle Kennedy fór að finna fyrir verkjum í hálsi. Hann var töluvert bólginn og fór að glíma við nætursvita sem hann hafði ekki hrjáð við áður enda aðeins 23 ára gamall. Læknirinn hans hafði engar áhyggjur. Þetta væru líklega bólgur í eitlum og ekkert við því að gera annað en að taka bólgueyðandi og verkjalyf.

Kyle fór að læknisráði en ekkert batnaði. Þvert á móti varð hann verri. Dag einn vaknaði hann svo stokkbólginn í framan. Hann var svo bólginn að yfirmaður hans sendi hann heim úr vinnunni og sagði honum að leita aftur til læknis.

Að þessu sinni taldi læknirinn að þetta gæti verið hettusótt eða stíflaðir eitlar. Kyle var aftur sendur heim, en að þessu sinni með sýklalyf. Systir hans, Kelsey, segir í samtali við Liverpool Echo:

„Hann sendi mér mynd af andlitinu á sér nokkrum dögum síðar og það hafði bólgnað enn meira. Eftir enn eina læknisheimsóknina var honum sagt að fara beint upp á næsta sjúkrahús.“

Loksins var Kyle rannsakaður. Eftir myndatökur og blóðsýnatökur kom í ljós að hann var með risastórt æxli í brjóstholi og meinvörp í hálskirtlum og þörmum. Tveimur vikum síðar varð ljóst að hann var með 4. stigs eitilfrumukrabbamein.

Hann er nú kominn í lyfjameðferð sem hefur tekið verulega á líkama hans. Systir hans segir þó að Kyle sé hörkutól og ætli að berjast við meinið með kjafti og klóm. Vinir hans eru með söfnun fyrir hann á GoFundMe og ætla að skipuleggja góðgerðarhlaup síðar í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér