fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Pressan
Mánudaginn 27. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandið sem fylgir þessari frétt er ef til vill ekki fyrir viðkvæma en varpar þó ágætu ljósi á þau erfiðu verkefni sem oft bíða lögreglu- og sjúkraflutningamanna.

Lögregluyfirvöld í Fort Worth í Texas birtu myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir lögreglumenn bjarga lífi eins árs stúlku sem festist undir bifreið eftir umferðarslys á dögunum.

Stúlkan var í bíl með móður sinni þegar bifreiðin valt og endaði utan vegar. Bæði móðir og dóttir köstuðust út úr bílnum og festist litla stúlkan sem fyrr segir undir bifreiðinni.

Lögreglumennirnir sem mættu fyrstir á vettvang, R. Nichols og E. Bounds, kölluðu eftir aðstoð annarra vegfarenda við að ýta bifreiðinni ofan af stúlkunni og kom fljótlega í ljós að stúlkan andaði ekki.

Þeir hófust strax handa við endurlífgun og innan skamms tíma tók stúlkan við sér og byrjaði að gráta.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Fort Worth eru þeim Nichols og Bounds færðar þakkir fyrir skjót viðbrögð og hugrekki í erfiðum aðstæðum. Þá er þeim vegfarendum sem komu að aðgerðinni einnig þakkað fyrir.

Stúlkan var flutt á slysadeild ásamt móður sinni en búist er við því að báðar nái sér að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Í gær

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“