fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

Lifði af fyrri morðtilraunina en ekki þá seinni

Pressan
Sunnudaginn 12. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski MMA-kappinn Suman Mokhtarian var skotinn til bana í úthverfi Sydney í vikunni. Hann var úti að labba í Rverstone-hverfinu á miðvikudagskvöld þegar hann var skotinn nokkrum sinnum.

Suman, sem var 33 ára, keppti um tíma í UFC en alls keppti hann tíu sinnum sem atvinnumaður. Á undanförnum árum hefur hann þjálfað unga og upprennandi MMA-kappa í Ástralíu og getið sér gott orð fyrir það.

Í febrúar 2024 var einnig reynt að ráða Suman af dögum. Byssumaður skaut nokkrum skotum að honum fyrir utan æfingasal hans í Sydney en hitti ekki.

Yfirlögregluþjónninn Jason Joyce segir synd að skotárásir sem þessar eigi sér stað í borginni.

Lögregla segir allt benda til þess að um skipulagðan verknað hafi verið að ræða. Tvær bifreiðar sem lögregla leitaði að í tengslum við morðið á miðvikudag fundust daginn eftir og var búið að kveikja í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi