fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

Pressan
Sunnudaginn 12. október 2025 15:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra barna faðir í Bretlandi hafði ekki miklar áhyggjur þegar hann fór að finna til í mjóbakinu í sumar. Steve Burrows var 38 ára gamall og hélt að aldurinn væri farinn að gera vart við sig. Hann byrjaði að gera teygjuæfingar til að styrkja sig og reyna að sefa verkinn.

Mánuði seinna hafði verkurinn þó versnað og var þá óbærilegur. Þá loksins dreif hann sig til læknis. Þar var Steve sendur í ítarlegar rannsóknir sem leiddu í ljós að hann var með ristilkrabbamein. Það var komið á fjórða stig og hafði dreift sér í aðra líkamshluta. Ástandið versnaði hratt og fljótlega var hann settur í líknandi meðferð. Hann lést svo þann 27. september, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann byrjaði að finna fyrir verkjum. DailyMail greinir frá.

Fyrrverandi kærasta hans, Bethan Kester, hvetur fólk til að hunsa aldrei verki og að hika ekki við að leita til lækna.

„Hann var alltaf að grínast með að hann væri að eldast. Hann sagði við krakkana mína: þetta er bara aldurinn, en ég sagði honum að hann væri bara 38 ára.“

Steve var með erfðasjúkdóm sem kallast FAP, eða familial ademomatous polyposis. Fólk með sjúkdóminn byrjar oft að mynda sepa í ristli á táningsaldri og fjöldi sepa eykst með aldri. Separnir geta svo þróast í krabbamein með tímanum ef þeir eru ekki fjarlægðir, en algengt er að krabbameinið komi fram í kringum fertugsaldurinn. Steve var greindur með sjúkdóminn sem táningur og hafði gengist undir aðgerð þar sem hluti ristilsins var fjarlægður.

Bethan segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki hvarflað að Steve að hann væri með krabbamein. Hann hélt að þetta væri saklaus bakverkur og óraði ekki fyrir því hvað í raun og veru var að gerast í líkama hans.

„Bakverkurinn reyndist vera æxli sem var að þrýsta á taugarnar.“

DailyMail bendir í frétt sinni á að tilfellum ristilkrabba meðal ungs fólks hafi fjölgað mikið undanfarin ár, en efst á lista er Ísland og segir að tilfellum hér á landi fjölgi að meðaltali um 7,33 prósent á ári meðal fólks á aldrinum 25-49 ára.

Læknar standi á gati um hvað veldur þessari aukningu. Gjarnan séu fyrstu einkennin blóð í hægðum, þyngdartap og þreyta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“

Hrollvekjandi skilaboð eltihrellis sem segist vera Madeleine McCann opinberuð – „Kæra mamma“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frakkar brjálaðir út í Rússa eftir dráp á blaðaljósmyndara

Frakkar brjálaðir út í Rússa eftir dráp á blaðaljósmyndara