fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Pressan

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi

Pressan
Mánudaginn 6. október 2025 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt háttarlag Bandaríkjaforseta fer stigversnandi að mati The Guardian. Einkum háttarlag hans í netheimum.

Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í járnum eftir að þinginu mistókst að koma fjárlögum í gegn. Fjárlög þurfa að vera samþykkt svo hægt sé að halda rekstrinum gangandi en fyrir þeim þarf aukinn meirihluta atkvæða á þingi. Repúblikanaflokkur forsetans er með nauman þingmeirihluta og komast fjárlögin því ekki í gegn nema með aðstoð demókrataflokksins.

Með yfirvofandi stöðvun hangandi yfir sér birti forsetinn furðulegt gervigreindarmyndband þar sem mátti sjá þingmann demókrata, Hakeem Jeffries, með sombrero-hatt og teiknimyndalegt yfirvaraskegg. Í bakgrunni mátti heyra latneska mariachi-tónlist. Myndbandið þótti ósmekklegt og byggt á kynþáttafordómum gagnvart latneskum. Forsetinn lét sér fátt um gagnrýnina finnast og birti annað gervigreindarmyndband þar sem hann sjálfur skartaði sombrero-hatt og spilaði latneska tónlist á gítar. The Guardian tekur í greiningu sinni saman þessa tilteknu færslu sem og nokkur önnur tilvik sem þykja furðuleg.

Geimverutækni

Forsetinn hafi einnig birt gervigreindarmyndband sem fjallaði um svokölluð lækningarúm (e. med bed). Sumir sem elska samsæriskenningar hafa haldið því fram að ríkisstjórnin búi yfir tímamótatækni, sérstökum rúmum sem geti læknað fólk. Í myndbandinu mátti sjá Trump sjálfan tala um þessa goðsagnakenndu tækni.

„Hver Bandaríkjamaður mun fljótlega fá sitt eigið kort í læknarúmin. Þar með fáið þið tryggt aðgengi að nýjum sjúkrahúsum okkar sem eru rekin af okkar bestu læknum með bestu tækni heimsins.“

Sumar samsæriskenningar um læknarúmin segja að hinir ríku og valdamiklu í heiminum hafi aðgengi að þessum rúmum en haldi tækninni viljandi frá almenningi. Aðrar kenningar halda því fram að rúmin byggi á tækni sem kemur utan úr geimnum. Forsetinn endaði með að eyða þeirri færslu.

Frægt er einnig orðið þegar forsetinn ruglaði ítrekað saman löndum þegar hann ræddi milliríkjadeilur Armeníu og Aserbaísjan. Annars vegar kallaði hann fyrrnefnda landið Albaníu og ruglaði svo saman Aserbaísjan og Kambódíu.

Upptekinn af stigum

The Guardian segir að það séu þó ekki bara færslur forsetans á samfélagsmiðlum sem séu undarlegar. Hann kom í síðustu viku fram á fordæmalausum fundi leiðtoga hersins og flutti þar samhengislausa ræðu. Meðal annars hafi hann gert grín að forvera sínum, Joe Biden, fyrir að detta niður stiga. Trump sagði:

„Við getum ekki umborið svona. Ég fer mjög varlega, þið vitið, þegar ég fer niður stiga – því þegar ég er í stiga, eins og þessum stiga, þá mjög, þá geng ég mjög hægt. Enginn hefur slegið met í að reyna að detta ekki því það gengur aldrei vel. Nokkrir forseta okkar hafa fallið og það verður hluti af arfleifð þeirra. Við viljum það ekki. Við þurfum að ganga létt og rólega. Maður þarf ekki – þarf ekki að slá nein met. Vertu svalur, vertu svalur þegar þú ferð niður, en ekki skoppa niður stiga. Það var eitt með Obama, ég hafði enga virðingu fyrir honum sem forseta en hann skoppaði niður stigana. Ég hef aldrei séð – skopp, skopp, skopp, skopp þegar hann fór niður stigana, hélt sér ekki í neitt. Ég sagði: þetta er frábært. Ég vil ekki gera þetta. Ég reikna með að ég gæti það, en á endanum munu slæmir hlutir gerast. Það þarf bara eitt skipti, en hann stóð sig illa sem forseti.“

Í sömu ræðu fullyrti forsetinn að stórborgir á borð við San Francisco, Chicago, New York og Los Angeles væru stórhættulegir staðir og það þyrfti að stilla þar til friðar með herafli og mögulega nota þær til að þjálfa herinn. Einn fyrrum hershöfðingi, Barry McCaffrey, lýsti ræðunni sem því furðulegasta sem hann hefur orðið vitni að.

„Forsetinn hljómaði samhengislaus, uppgefinn, bullandi hlutdrægur og á tímum vitlaus, röflandi og átti erfitt með að halda reiður á því sem hann var að segja.“

Blaðamenn náðu því svo á upptöku þegar þingkona demókrata, Madeleine Dean, talaði við forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Dean sagði forsetann óheflaðan og veikan. Johnson vísaði því ekki á bug heldur svaraði: Sko, margir þínum megin eru það líka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu vísbendingar um lykilinn að langlífi í genum 117 ára gamallar konu

Fundu vísbendingar um lykilinn að langlífi í genum 117 ára gamallar konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skemmtu sér við að murka lífið úr varnarlausum ellilífeyrisþega – „Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“

Skemmtu sér við að murka lífið úr varnarlausum ellilífeyrisþega – „Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“

Hakkarar reyndu að fá fréttamann BBC með sér í lið – „Þú þyrftir aldrei að vinna aftur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína