fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

Pressan
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:00

H5N1 fuglaflensuveiran. Mynd:Wikimedia Commons/Cynthia Goldsmith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö alvarleg tilfelli fuglaflensu geta gefið vísbendingu um hvað getur gerst þegar veiran berst í fólk og tekur sér bólfestu.

Vísindamenn hafa lengi beðið milli vonar og ótta varðandi þróun fuglaflensunnar og hvort hún muni berast í fólk. Fyrsta aðvörunarmerkið var þegar hún fannst í spendýrum. Þegar smit barst á milli minka á Spáni, byrjuðu fleiri aðvörunarljós að blikka.

Síðan hafa minnst 66 manns í Bandaríkjunum smitast af veirunni, aðallega í tengslum við faraldur í mjólkurkúm. Í nær öllum tilfellum var um væg veikindi að ræða.

En tvö alvarleg tilfelli frá Bandaríkjunum og Kanada sýna að fuglaflensan H5N1 hefur getuna til að laga sig að fólki.

Í grein sem kanadískir vísindamenn birtu í vísindaritinu The New England Journal of Medicine skýra þeir frá veikindum 13 ára stúlku. Hún var mjög illa haldin af fuglaflensu í nóvember. Sýni sýndu að veiran hafði stökkbreyst þannig að hún átti auðveldara með að festa sig við frumurnar í efri hluta öndunarfæranna. Þessi sama stökkbreyting fannst í sjúklingi í Louisiana í Bandaríkjunum sem lést nýlega.

Hvorki stúlkan né sjúklingurinn í Louisiana smituðu annað fólk af veirunni.

Jótlandspósturinn hefur eftir Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræði við Kaupmannahafnarháskóla, að þessi tilfelli sýni það sem vísindamenn hafi óttast við fuglaflensu. Að hún geti lagað sig að okkur. Þess vegna sé mikilvægt fylgjast vel með smitum.

Hann sagði að góðu tíðindin séu að enn hafi ekki komið til þess að veiran hafi borist á milli fólks og að lyf hafi reynst vel gegn veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum