fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

Pressan
Mánudaginn 6. janúar 2025 04:15

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10 ár eru síðan flug MH-370 frá Malaysian Airlines hvarf á dularfullan hátt þegar vélin var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. 239 manns voru um borð. Vélin hvarf yfir Indlandshafi og enn hefur ekki tekist að skera úr um hvað gerðist.

Margar kenningar hafa verið settar fram í gegnum tíðina um örlög vélarinnar og hafa samsæriskenningasmiðir ekki dregið af sér við smíði slíkra kenninga.

Nú hefur verið ákveðið að gera eina tilraun enn til að finna flak vélarinnar en talið er fullvíst að það liggi á hafsbotni. Smávegis brak úr því hefur fundist en hvað varðar staðsetningu flaksins, þá er ekkert fast í hendi.

Malasíska ríkisstjórnin vinnur að gerð samnings við bandaríska fyrirtækið Ocean Infinity um að skanna hafsbotninn í von um að flakið finnist. Er þetta að sögn gert vegna nýrra upplýsinga sem hafa komið fram um hvarf vélarinnar.

Áður höfðu malasísk, kínversk og áströlsk yfirvöld greitt sem svarar til rúmlega 20 milljarða íslenskra króna fyrir tveggja ára, árangurslausa leit, að vélinni. Að henni lokinni var tilkynnt að ekki yrði leitað frekar að vélinni nema „nýjar og trúverðugar upplýsingar um staðsetningu hennar kæmu fram“.

Ocean Infinity gerði samning 2018 um leit að vélinni á grundvelli nýrra útreikninga um stefnu vélarinnar áður en hún lenti í sjónum. Sú leit bar engan árangur.

Aðeins greitt ef flakið finnst

Nú mun Ocean Infinty reyna aftur að finna vélina og skilyrðin eru þau sömu og síðast: „No find – no fee“ sem felur í sér að fyrirtækið fær ekki greitt fyrir verkefnið nema flak vélarinnar finnist.  Ef það finnst, þá fær fyrirtækið 70 milljónir dollara í sinn hlut, það er sama upphæð og samið var um 2018.

Samningagerðin stendur enn yfir, til dæmis á eftir að skilgreina hvað flugvélarflak er. Ekki mun duga að finna einstaka hluta flaksins.

En þrátt fyrir að samningsgerðinni sé ekki alveg lokið, þá hefst leitin nú á næstu dögum vegna þess að þá eru veðurskilyrðin með besta móti á svæðinu en það er þekkt fyrir mjög erfið veðurskilyrði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“