fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Pressan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 07:00

Axel Rubakubana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Rudakubana, 18 ára Breti, var í síðustu viku dæmdur í 52 ára fangelsi fyrir að hafa myrt þrjár litlar stúlkur sem sóttu námskeið í dansskóla í Southport. Þetta gerðist síðasta sumar.

Hann játaði sök fyrir dómi. Mörgum þykir dómurinn vægur og hefur breski ríkissaksóknarinn tilkynnt að hann sé með málið til skoðunar. Breskir fjölmiðlar hafa velt því upp að Axel muni ekki eiga sjö dagana sæla í fangelsi því barnamorðingjar og barnaníðingar séu í litlum metum hjá öðrum föngum sem beiti þá oft miklu ofbeldi.

Við réttarhöldin kom fram að Axel hafði sankað að sér nauðsynlegum efnum til að búa til hið banvæna eitur rísín. Hann hefði getað búið til nóg eitur til að bana rúmlega 12.000 manns.

Daily Mail skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi fundið 150 rísínolíuplöntur undir rúminu hans. Voru þær geymdar í nestisboxi.

Lögreglan segir að með þessu magni af plöntunni hefði verið hægt að framleiða 1,07 til 5,33 grömm af rísíni. Það þarf aðeins tvö milligrömm til að bana fullorðnum.

Deanne Heer, sem stýrði rannsókn málsins, sagði við réttarhöldin að Axel hefði getað búið til nóg af eitri til að bana mörg þúsund manns ef fólkið hefði andað eitrinu að sér.

Það var ekki nóg með að hann hafi verð með nóg af plöntunni til að bana mörg þúsund manns, hann hafði einnig gert skriflega áætlun um hvernig hann ætlaði að gera það.

Heer sagði að nákvæm áætlun hefði fundist hjá honum um hvernig hann ætlaði að koma eitrinu í neysluvatn og dreifa því í lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat