fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Pressan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 04:22

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Larcheveque hafði ekki hugmynd um hvað beið hans þegar hann opnaði innhólfið sitt. Þar var myndband af afhöggnum fingri.

Fingurinn reyndist vera af David Balland sem stofnaði fyrirtækið Ledger með Eric. Verðmæti fyrirtækisins er talið vera sem nemur 200 milljörðum króna.

Myndbandið markaði upphaf 48 klukkustunda drama þar sem franska lögreglan leitaði örvæntingarfull að David og eiginkonu hans, Amandine. Þeim hafði verið rænt af glæpagengi.

Martröðin hófst á þriðjudagsmorgun í síðustu viku þegar David og Amandine voru vakin upp af vopnuðum mönnum. Þetta gerðist á heimili þeirra í Vierzon, sem er sunnan við París. Þau voru numin á brott af heimili sínu og strax aðskilin.

RTL og Le Parisien segja að níu karlar og ein kona, öll á aldrinum 20 til 40 ára, hafi verið að verki. Fólkið er allt franskt.

Með myndbandinu fylgdi krafa um greiðslu lausnargjalds upp á 10 milljónir evra í rafmynt.

Á meðan lögreglan leitaði hjónanna í kappi við tímann, gengu þau í gegnum langa martröð. David var haldið í bænum Chateauroux en Amandine var ekið á milli margra staða.

Lögreglan fann hana að lokum bundna og liggjandi í bíl á bílastæði í bænum Étampes á fimmtudeginum. Blóðblettir og hurðaopnari lágu á jörðinni að sögn BFM TV.

David fannst einnig á lífi. Það var á miðvikudeginum sem sérsveitin GIGN, sem er sérhæfð í að takast á við hryðjuverkamenn og gíslatökumenn, fann hann og frelsaði. Hann var illa á sig kominn og var lagður inn á sjúkrahús.

Á meðan á samningaviðræðum stóð við mannræningjana, greiddi ríkið hluta af lausnargjaldinu en færslan var fryst áður en hún komst alla leið til þeirra.

Europe 1 segir að mannræningjarnir eigi ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca