fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Pressan

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Pressan
Föstudaginn 12. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadamaðurinn Michael Mallison hefur aldrei hitt áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Utah fyrr í vikunni. Engu að síður hefur líf Mallison umturnast frá voðaverkinu en hann stendur nú í ströngu að bera af sér falsfréttir um að hann sé morðinginn.

Mallison, sem er 77 ára, ræddi við The Globe and Mail um stöðuna. Hann reiknar með að málið megi rekja til myndbanda sem fóru í dreifingu fljótlega eftir morðið sem sýndu lögreglu handtaka eldri mann með buxurnar á hælunum. Á sama tíma greindu bandarískir miðlar frá því að lögregla hefði handtekið sakborning í tengslum við morðið, en fljótlega voru þær fréttir leiðréttar og því komið á hreint að maðurinn á myndbandinu hefði ekkert með morðið að gera. Skaðinn var þó skeður. Þessi maður á myndbandinu var þó einhver allt annar en Mallison.

„Ég upplifði bara áfall og skelfingu. Ég var furðu lostinn og ég bara trúði þessu varla. Ég furðaði mig á því hvernig þetta gat átt sér stað.“

Mallison komst að því að nafn hans hefði verið tengt við morðið þegar dóttir hans hringdi í hann á miðvikudaginn. Mallison, sem er kominn á eftirlaun, var þá að fá sér verðskuldaðan lúr eftir verslunarferð. Dóttir hans grátbað hann um að eyða öllum samfélagsmiðlum sínum og var henni mikið niðri fyrir.

Þá ákvað Mallison að Google-a nafn sitt og fann þá færslur þar sem hann var nafngreindur sem morðingi Charlie Kirk. Hann telur að þessa falsfrétt megi rekja til samfélagsmiðils sem virðist framleiða falsfréttir en þar hafði hann verið nafngreindur sem morðinginn og sem eldri maðurinn á áðurnefndu myndbandi.

„Við erum báðir gamlir, við erum báðir sköllóttir, við erum báðir með gleraugu en að öðru leyti tel ég ekki að við séum nokkuð líkir.“

Mallison og fjölskylda hans fengu að finna fyrir hatri netverja. Þau voru kölluð villimenn sem ættu ekki skilið að líta glaðan dag aftur.

Hann afréð að eyða samfélagsmiðlum sínum og segir það sárt því hann hélt meðal annars úti reikningi fyrir samtök sem hann stofnaði fyrir fólk með króníska gigtarsjúkdóma. Eins þurfti hann að hafa samband við vini og vandamenn til að tilkynna þeim að hann væri ekki morðingi.

Mallison er nú að reyna eins og hann getur að koma því skýrt á framfæri að hann sé ekki morðingi og vonar að þessu furðulega máli lynni sem fyrst, enda var hann staddur heima hjá sér í Kanada þegar Charlie Kirk var myrtur og eins hefur lögreglan í Bandaríkjunum opinberað að sá grunaði er karlmaður á háskólaaldri en ekki eldri maður.

Hér má sjá myndbandið sem átti eftir að setja líf Mallison á hliðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug

Börn Walmart-jólasveins voru pyntuð og geymd í hundabúrum – Skilaboð milli ættingja eftir að lík þeirra fundust vekja óhug
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin

Matarboð dauðans: Sveppakonan þarf að sitja inni næstu 33 árin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu