fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Fundu risastóran hlut undir yfirborði Mars

Pressan
Sunnudaginn 1. júní 2025 13:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn gerðu nýlega athyglisverða uppgötvun undir yfirborði Mars. Þetta gæti hugsanlega breytt skilningi okkar á jarðfræðilegri virkni plánetunnar.

Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá uppgötvuðu þeir ekki neitt tengt geimverum, heldur risastóran, hulinn massa sem gæti verið leifarnar af eldfjallakerfi.

Það var alþjóðlegt teymi vísindamanna, undir forystu Dr. Bart Root hjá Delft háskólanum, sem gerði þessa uppgötvun. Teymið notaði þyngdaraflsgögn við rannsóknina og með aðstoð þeirra fann það um 1.600 kílómetra breiðan hlut á um 1.100 kílómetra dýpi undir Tharsis Montes svæðinu en þar er Olympus Mons, sem er hæsta þekkta eldfjallið í sólkerfinu.

Það er ekki hægt að sjá þetta berum augum og engin ummerki eru um þetta á yfirborðinu. Það er aðeins hægt að staðfesta tilvist þess með hárnákvæmum þyngdaraflsmælingum.

Vísindamenn telja að þetta geti verið merki um kvikustrauma frá möttlinum, sem eru enn virkir og gætu hugsanlega valdið eldgosi í framtíðinni.

Dr. Root segir að hér geti verið um leifar af gömlu eldfjallaefni að ræða, eða jafnvel samanþjappaðan steinmassa sem myndaðist við árekstur loftsteins.

Rannsóknin bendir til að Mars sé ekki endilega eins „dauð“ að innan og talið hefur verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali