Sænski næringarfræðingurinn Fredrik Paulún segir að ákveðin matvæli geti aukið brennsluna og jafnvel hjálpað til við að gera magann flatari.
Meðal þess sem er á lista hans yfir þessi hollu matvæli eru sterkt chili, grænt te, kaffi, egg og aðrar prótínríkar vörur. Feitur fiskur á borð við lax, makríl og sardínur og kókos og mjólkurfita eru einnig í þessum flokki. Svo má ekki gleyma vatni.
En þetta snýst ekki bara um að borða rétta matinn. Samira Lekhal, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Bærum í Noregi, segir að mettunartilfinningin gegni lykilhlutverki. Matvæli sem láta fólk finna fyrir mettunartilfinningu lengur, gera að verkum að það borðar minna. Þetta getur verið lykillinn að betri efnaskiptum og þyngdarstjórnun.
Hún sagði að fólk eigi að borða í samræmi við ráðleggingar yfirvalda um mataræði. Í þeim fellst að borða á mikið af grænmeti, grófu korni og hollri fitu.
Síðan eru einnig ýmis matvæli sem er hægt að neyta minna af ef þig dreymir um minni maga og meiri orku. Meðal þeirra eru sykur, sérstaklega sykraðir gosdrykkir, nasl, djúpsteiktur matur, kökur, súkkulaði og hvítt brauð. Svo má ekki gleyma að reykingar og áfengisneysla eru allt annað en hollar.