fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Pressan

Þessi matvæli „soga“ næstum magafituna af þér

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 15:00

Það er hægt að takast á við ofþyngd á ýmsa vegu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega er stærsta ósk þeirra sem reyna að léttast að losna við eitthvað af magafitunni. Í þessu samhengi eru efnaskiptin lykilatriðið, það er aðferð líkamans við að breyta mat í orku. Það er því mikilvægt að koma efnaskiptunum í gang.

Sænski næringarfræðingurinn Fredrik Paulún segir að ákveðin matvæli geti aukið brennsluna og jafnvel hjálpað til við að gera magann flatari.

Meðal þess sem er á lista hans yfir þessi hollu matvæli eru sterkt chili, grænt te, kaffi, egg og aðrar prótínríkar vörur. Feitur fiskur á borð við lax, makríl og sardínur og kókos og mjólkurfita eru einnig í þessum flokki. Svo má ekki gleyma vatni.

En þetta snýst ekki bara um að borða rétta matinn. Samira Lekhal, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Bærum í Noregi, segir að mettunartilfinningin gegni lykilhlutverki.  Matvæli sem láta fólk finna fyrir mettunartilfinningu lengur, gera að verkum að það borðar minna. Þetta getur verið lykillinn að betri efnaskiptum og þyngdarstjórnun.

Hún sagði að fólk eigi að borða í samræmi við ráðleggingar yfirvalda um mataræði. Í þeim fellst að borða á mikið af grænmeti, grófu korni og hollri fitu.

Síðan eru einnig ýmis matvæli sem er hægt að neyta minna af ef þig dreymir um minni maga og meiri orku.  Meðal þeirra eru sykur, sérstaklega sykraðir gosdrykkir, nasl, djúpsteiktur matur, kökur, súkkulaði og hvítt brauð. Svo má ekki gleyma að reykingar og áfengisneysla eru allt annað en hollar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú geymir þetta við hlið gúrku í ísskápnum þá helst hún fersk og verður ekki mjúk

Ef þú geymir þetta við hlið gúrku í ísskápnum þá helst hún fersk og verður ekki mjúk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag

Þessu mæla læknar með í stað 10.000 skrefa á dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir þessar fimm ódýru matvörur geta hraðað þyngdartapi

Næringarfræðingur segir þessar fimm ódýru matvörur geta hraðað þyngdartapi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hellti úr skálum reiði sinnar áður en hann var tekinn af lífi – „Ég drap hana ekki“

Hellti úr skálum reiði sinnar áður en hann var tekinn af lífi – „Ég drap hana ekki“