fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Drama við Grænland – Áhöfn rússneskrar snekkju skaut að grænlenskum sjómönnum

Pressan
Mánudaginn 19. maí 2025 03:11

Grænlensku sjómennirnir áttu auðvitað ekki von á að skotið yrði í átt að þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn skaut áhöfn á rússneskri snekkju að þremur grænlenskum sjómönnum sem voru við veiðar við ströndina nærri Kapisillit.

Sjómennirnir áttu sér einskis ills von þegar skotið var í áttina að þeim frá rússneskri lúxussnekkju.

Sjómennirnir særðust ekki en ein af baujunum þeirra eyðilagðist þegar skot hæfði hana.

KNR skýrir frá þessu og segir að snekkjan sé sannkölluðu fljótandi rússnesk James Bond paradís. Hún er 77 metrar á lengd og um borð er þyrla, kafbátur og meira að segja sjúkrahús.

Það er því óhætt að segja að snekkjan hafi borið höfuð og herðar yfir bát Grænlendinganna en hann er aðeins 15 metrar á lengd.

Eins og fyrr sagði, þá er snekkjan í eigu Rússa en það var búlgörsk ferðaskrifstofa sem var með hana á leigu í síðustu viku.

KNR náði sambandi við Búlgarana sem staðfestu að skotið hefði verið frá snekkjunni og að þar hefðu ferðamenn verið að verki. Þeir sögðu hugsanlegt að eitt skot hefði hæft bauju en það væri samt sem áður ekki hægt að staðfesta það. Það hafi alls ekki verið ætlunin að hæfa eitthvað annað en fyrir fram ákveðið skotmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing