Kona ein skýrði nýlega frá upplifun sinni í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Hún sagðist hafa verið sest í gluggasætið sitt þegar hún var á leið frá New York til Egyptalands. Hún hafði bókað gluggasætið til að geta sofið í þessari löngu flugferð.
Síðan kom maður til hennar og spurði hvort hún vildi skipta um sæti svo hann gæti setið við hliðina á konunni sinni. Hún skrifaði að hún hefði verið tilbúin til að íhuga það ef sætið hans hefði verið jafn gott og hennar en það var það ekki.
Maðurinn reyndi að rökræða þetta við hana og sagði meðal annars: „Útsýnið er hvort sem er lélegt, það verður myrkur alla leiðina.“
Konan svaraði honum þá að hún hefði í hyggju að halla sér upp að glugganum til að eiga auðveldara með að sofa og hafnaði ósk mannsins.
Hann gafst ekki upp og spurði: „Ef þú ættir mann, vildir þú þá ekki sitja við hlið hans?“
Þá kom konan með frábært svar sem maðurinn átti ekkert svar við: „Ég á mann og ég hefði bókað sæti fyrir okkur hlið við hlið strax í upphafi.“