Myndavélin tekur jafnan myndir af brotlegum ökumönnum en í þetta skipti var sökudólgurinn stokkönd. Öndin var mynduð á rétt rúmlega 50 kílómetra hraða en hámarkshraði á umræddri götu er 30 kílómetrar á klukkustund.
Lögregla birti mynd af þessu á Facebook-síðu sinni og vakti færslan skiljanlega talsverða athygli. Brotið var myndað þann 13. apríl síðastliðinn og hafa starfsmenn lögreglu væntanlega verið nokkuð hissa þegar þeir fóru yfir myndefnið úr hraðamyndavélinni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tiltekna hraðamyndavél fangar mynd af hraðskreiðri stokkönd en fyrir sjö árum náðist mynd af samskonar önd á sama hraða.