fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Fengu áfall þegar þau sneru heim úr þriggja vikna fríi og sáu manninn sem sat í sófanum

Pressan
Miðvikudaginn 14. maí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda ein í Shepparton í Viktoríufylki í Ástralíu lenti í heldur leiðinlegri reynslu fyrir skemmstu eftir að hafa komið heim úr þriggja vikna utanlandsferð.

Unglæknirinn Sanjay Kuikeel, eiginkona hans, Nilima Gautam, og tvö börn þeirra fóru til Nepal fyrir skemmstu til að heimsækja ættingja. Þegar þau komu heim sat maður í stofusófanum, reykti sígarettu og borðaði pizzu.

Í ljós kom að hústökufólk hafði lagt heimili þeirra undir sig og stolið öllu steini léttara, þar á meðal skartgripum, fatnaði, töskum og eldhúsáhöldum svo eitthvað sé nefnt. Talið er að hústökufólkið hafi stolið verðmætum fyrir nokkrar milljónir króna. Þar að auki var mikill óþrifnaður í húsinu.

Í samtali við 10 News segir Nilima að eiginmaður hennar hafi spurt manninn í sófanum hvað í veröldinni hann væri að gera. „Hann sagði: „Ég á heima hérna.“ Þetta var mjög óhugnanlegt, sérstaklega þar sem börnin voru með okkur,“ segir hún.

Hún bætir við að maðurinn í sófanum hafi augljóslega verið drukkinn og hann hafi virst njóta lífsins vel í sófanum þar sem hann gæddi sér á pizzu.

Fjölskyldan hafði samband við lögreglu sem kom á staðinn og fjarlægði manninn, en í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að hann hafi komið aftur í nokkur skipti og haldið því fram að heimilið væri hans.

Nágrannar höfðu ítrekað haft samband við lögreglu vegna hávaða frá heimilinu og segir lögregla að um 17 til 20 manns hafi dvalið í húsinu á meðan þau voru fjarverandi. Hjónin höfðu ákveðið að leigja íbúðina í skammtímaleigu á meðan þau voru erlendis en það hefðu þau betur látið ógert.

Hjónin hafa skipt um lása á húsinu og þá hefur verið blásið til söfnunar á vefnum GoFundMe vegna tjónsins sem þau urðu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af