Marcella Garcez, læknir, segir að fólk þurfi hvorki að svelta sig né stunda erfiða líkamsrækt til að komast í kjörþyngd. Það er þó ekki hægt að líta framhjá því að hvoru tveggja getur komið að gagni við að léttast. Sérstaklega ef þú vilt léttast á skömmum tíma.
Garcez, sem sérmenntuð í næringarfræði, segir að hægt sé að nota praktískari og minna slítandi aðferð til að léttast. Í samtali við SportLife deildi hún einföldum og góðum ráðum fyrir þá sem vilja léttast án þess að það sé of erfitt.
Þessi ráð eru:
Gættu þess að það séu mögur prótín, grænmeti, ávextir, grófkornamatur og hollar fituuppsprettur í matnum.
Gættu að skammtastærðinni.
Forðastu ofurunnin matvæli.
Auktu trefjaneysluna.
Drekktu mikið vatn.
Forðastu matvæli með viðbættum sykri.
Hafðu prótín í máltíðunum til að tryggja mettunartilfinningua og til að varðveita vöðvamassann þegar þú léttist.
Forðastu stranga og takmarkandi megrunarkúra.
Leyfðu þér að falla aðeins fyrir freistingum, bara að það sé í miklu hófi.