fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 03:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur mánuðum hafa átta manns verið myrtir í New England í Bandaríkjunum. Nú síðast fannst kona myrt við hjólastíg og tveir karlmenn í skóglendi.

Það var á þriðjudaginn sem lík konu fannst við hjólastíg í Springfield í Massachussetts. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hver hún eða hver dánarorsök hennar var.

Daginn eftir, fundust tveir menn látnir í skólglendi í Salem í Massachusetts, ekki fjarri verslun Walmart. Dánarorsök þeirra liggur ekki fyrir að sögn The Independent.

Á samfélagsmiðlum hefur fólk velt fyrir sér hvort þessi mál tengist öðru morðum sem hafa verið framin í Massachusett, Connecticut og Rhode Island, sem eru oft nefnd New England, á síðustu tveimur mánuðum.

Hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir að stefna almenningi í hættu með því að skýra ekki frá nægilega miklu varðandi málin.

Talsmaður Connecticut State Police sagði The Independent að rannsókn standi yfir á málunum og að á þessu stigi bendi ekkert til að einhver tengsl séu á milli málanna.

Aðeins er búið að bera kennsl á þrjá af þeim átta hafa verið myrtir síðustu tvo mánuði á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón