fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Pressan
Sunnudaginn 27. apríl 2025 15:30

Það er ekkert grín þegar rauðvín sullast í föt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem neyta áfengis í hófi, eru í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var gerð af Behavioural Insights Team fyrir Alcohol Change UK.

Sky News skýrir frá þessu að í rannsókninni hafi drykkjuvenjur rúmlega 4.000 fullorðinna Breta verið rannsakaðar.

Niðurstaðan var að fólk sem neytir áfengis innan þeirra marka sem bresk heilbrigðisyfirvöld telja hófleg, glímir við lakari heilsu en þeir sem drekka ekki.

Þegar samanburður var gerður á þessu fólki og þeim sem drekka ekki áfengi, þá kom í ljós að líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum jukust úr 1% í 5% ef fólk neytti áfengis. Hvað varðar krabbamein, þá jukust líkurnar úr 1% í 4%.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir sem drukku lítið áfengi sögðust finna fyrir minni svefngæðum, verri frammistöðu í hinu daglega lífi og hugsanlega verri tannheilsu í samanburði við þá sem drekka ekki áfengi.

Rúmlega 30 milljónir Breta teljast til hófdrykkjufólks og hvetja Alcholo Change UK samtökin fólkið til að endurskoða drykkjuvenjur sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali