fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

Pressan
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 03:09

Ef þysjað er inn á myndina á Google Maps, sést rauði liturinn og hrúgan umrædda. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er það sem við sjáum á myndinni? Þetta er spurningin sem leitar á marga á samfélagsmiðlum þessa dagana þegar þeir sjá gervihnattarmynd eina. Hún er frá Google Maps og sýnir hið illræmda CECOT-fangelsi í El Salvador.

Þetta er fangelsið sem Bandaríkjamenn sendu mörg hundruð meinta meðlimi glæpagengja í nýlega eftir að hafa samið við Nayib Bukele, forseta El Salvador, um viðtöku þeirra.

Fangelsið hefur verið gagnrýnt fyrir brot á mannréttindum og ásakanir hafa komið fram um að þar séu pyntingar stundaðar. Það er einmitt á þeim grunni sem athygli margra beinist að fyrrnefndri mynd.

Á myndinni sést eitthvað sem líkist „stórum rauðum bletti“ og „hrúgu af einhverju“ við hliðina á blettinum.

Þetta hefur kveikt undir kenningum um að fangar séu teknir af lífi þarna og rauði bletturinn sé blóð. En það er rétt að taka fram að engar sannanir eru fyrir hendi um að svo sé en samt sem áður er þessi samsæriskenning á miklu flugi þessa dagana.

Ef maður þysjar inn á myndinni af Terrosism Confinement Center (CECOT) í El Salvador, sjást rauð svæði vil L-laga byggingu við norðurhlið fangelsisins. Myndin er frá því í mars 2024 og er aðgengileg á Google Maps.

Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna rauða bletti og óskilgreinda „hrúgu af einhverju“ í fangelsisgarðinum.

Jack Jones, sem er með um 150.000 fylgjendur á Instagram, segir að hann sjái ekki annað en að það sé blóð á jörðinni og hrúga af líkum.

Sömu vangaveltur hafa verið settar fram á Reddit.

En sumir benda á að vegna lítillar upplausnar myndarinnar, sé erfitt að skera úr um hvað sést á henni. Hrúgan geti verið múrsteinar, matarafgangar eða jarðvegur. Rauði liturinn geti verið olía eða skítugt vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum