fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 17:30

Lincoln Smith verður væntanlega í fangelsi það sem hann á eftir ólifað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lincoln Smith, 54 ára Bandaríkjamaður, hefur verið dæmdur í 48 ára fangelsi fyrir að verða sjö einstaklingum að bana í skelfilegu umferðarslysi í maí 2023.

Smith þessi var ökumaður bifreiðar sem ók aftan á lítinn sendibíl sem í voru ellefu verkamenn. Sjö þeirra létust en bifreið þeirra var kyrrstæð við I-5 þjóðveginum skammt frá Albany í Oregon.

Smith var sakfelldur í febrúarmánuði en fangelsisrefsing var kveðin upp í gær.

Í frétt CNN kemur fram að Smith hafi verið sýknaður af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna, en leyfar af metamfetamíni, fentanýli og morfíni fundust í blóði hans.

Smith sagðist hafa sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum og lýsti hann mikilli iðrun í réttarhöldunum. Þau sem létust í slysinu voru fimm karlar og tvær konur á aldrinum 30 til 58 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf