fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Staðfest – Konur tala miklu meira en karlar

Pressan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 04:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur tala miklu meira en karlar. Þetta á við um fólk á aldrinum 25 til 65 ára. Að meðaltali segja konurnar 3.000 fleiri orð á dag en karlkyns jafnaldrar þeirra.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Arizona. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir greindu 630.000 hljóðupptökur úr 22 rannsóknum frá fjórum löndum.

Vísindamennirnir hafa enga skýringu á af hverju konur tala meira en karlar á þessu 40 ára tímabili. Ein kenning þeirra er að þetta megi rekja til þess að á þessum árum séu börnin að vaxa úr grasi og að konurnar annist oft uppeldi þeirra að mestu.

Þegar litið er á hópinn í heild þá kom í ljós að fólk talar sífellt minna. Árið 2005 var meðaltal talaðra orða um 16.000 á dag en 2018 var það komið niður í 13.000.

Ekki er vitað með vissu hvað veldur þessu en grunur leikur á að aukin stafræn samskipti eigi hér hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf