fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí

Pressan
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 10:47

Gustavo Petro. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, segir að eina ástæðan fyrir því að kókaín sé bannað sé sú að það er framleitt í Suður-Ameríku.

Petro lét þessi ummæli í falla beinni sjónvarpsútsendingu af fundi hans með ríkisstjórn landsins.

Kólumbía er stærsti framleiðandi kókaíns í heiminum og hafa yfirvöld þar lengi barist gegn framleiðendum og smyglurum.

Petro vill þó sjálfur meina að kókaín sé ekkert verra en til dæmis viskí.

„Vísindamenn hafa rannsakað þetta – kókaín er ekki verra en viskí,“ sagði hann og bætti við að ef kókaín yrði gert löglegt væri hægt að uppræta marga glæpahringi.

„Ef fólk vill frið þarf að leysa upp þessi smyglviðskipti. Það væri hægt með því að lögleiða kókaín á heimsvísu. Það myndi seljast eins og vín,“ sagði hann enn fremur.

Petro benti einnig á að það væru efni eins og fentanýl sem væru að ganga frá Bandaríkjamönnum, ekki kókaín, og fentanýl sé ekki framleitt í Kólumbíu.

Talið er að 2.600 tonn af kókaíni hafi verið framleidd í Kólumbíu árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali