fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Fékk myndband af afhöggnum fingri – Þá fór málið að rúlla af alvöru

Pressan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 04:22

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Larcheveque hafði ekki hugmynd um hvað beið hans þegar hann opnaði innhólfið sitt. Þar var myndband af afhöggnum fingri.

Fingurinn reyndist vera af David Balland sem stofnaði fyrirtækið Ledger með Eric. Verðmæti fyrirtækisins er talið vera sem nemur 200 milljörðum króna.

Myndbandið markaði upphaf 48 klukkustunda drama þar sem franska lögreglan leitaði örvæntingarfull að David og eiginkonu hans, Amandine. Þeim hafði verið rænt af glæpagengi.

Martröðin hófst á þriðjudagsmorgun í síðustu viku þegar David og Amandine voru vakin upp af vopnuðum mönnum. Þetta gerðist á heimili þeirra í Vierzon, sem er sunnan við París. Þau voru numin á brott af heimili sínu og strax aðskilin.

RTL og Le Parisien segja að níu karlar og ein kona, öll á aldrinum 20 til 40 ára, hafi verið að verki. Fólkið er allt franskt.

Með myndbandinu fylgdi krafa um greiðslu lausnargjalds upp á 10 milljónir evra í rafmynt.

Á meðan lögreglan leitaði hjónanna í kappi við tímann, gengu þau í gegnum langa martröð. David var haldið í bænum Chateauroux en Amandine var ekið á milli margra staða.

Lögreglan fann hana að lokum bundna og liggjandi í bíl á bílastæði í bænum Étampes á fimmtudeginum. Blóðblettir og hurðaopnari lágu á jörðinni að sögn BFM TV.

David fannst einnig á lífi. Það var á miðvikudeginum sem sérsveitin GIGN, sem er sérhæfð í að takast á við hryðjuverkamenn og gíslatökumenn, fann hann og frelsaði. Hann var illa á sig kominn og var lagður inn á sjúkrahús.

Á meðan á samningaviðræðum stóð við mannræningjana, greiddi ríkið hluta af lausnargjaldinu en færslan var fryst áður en hún komst alla leið til þeirra.

Europe 1 segir að mannræningjarnir eigi ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt

Forsætisráðherrann og fleiri segja af sér vegna banvænna mótmæla – Samfélagsmiðlabanninu aflétt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust

Stjörnulæknir sakaður um að hafa „drepið“ sjúklinga bara til að geta svo endurlífgað þá – 18 lifðu en 12 létust
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“