fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn

Pressan
Laugardaginn 25. janúar 2025 18:00

Það er ekki sama hvar mjólkin er geymd. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir hafa umhugsunarlaust skellt afganginum af kvöldmatnum eða nýkeyptu grænmetinu inn í ísskápinn án þess að hugsa út í hvar í skápnum það lendir. En smá mistök við geymslu matvæla geta orðið til þess að maturinn missir bragð, áferð og geymsluþol. Í raun getur léleg geymsla aukið hættuna á matarsóun og bakteríuvexti.

Margir telja ísskápinn vera kassa með köldum og kaldari svæðum. En ísskápum er skipt upp í misheit svæði.

Hurðin er heitasti hlutinn og hentar því vel fyrir matvæli á borð við tómatsósu, sojasósu og álíka vörur.

Í miðjunni er kaldast og þar tilvalið að geyma mjólk og afganga.

Neðst er best að geyma fisk og kjöt en þó aðeins ef matvælin eru í lokuðum umbúðum því leki úr þeim getur lent í grænmetisskúffunum og eyðilagt grænmetið.

Grænmetisskúffan er hönnuð til að halda grænmetinu fersku lengi en þú verður þá að nota hana rétt. Má þar nefna að grænmeti á borð við gulrætur og brokkolí geymist best við mikinn raka en ávextir á borð við epli og perur geymast best við lágt rakastig. Það er því best að halda þessu aðskildu.

Það kann að virðast góð hugmynd að þvo grænmeti og ávexti áður en þeir eru settir í ísskápinn en það getur orðið til þess að þeir rotna fyrr en ella. Þess vegna skaltu bara þvo grænmeti og ávexti þegar þú ert að fara að borða þá.

Tómatar og laukur hafa það best utan ísskápsins. Kuldi gerir lauk mjúkan og tómatar missa bragð og áferðin breytist. Geymdu lauk í þurru og svölu umhverfi þar sem vel loftar um. Láttu tómatana þroskast á borðinu og settu þá bara í ísskáp ef það er búið að skera þá.

Það á aldrei að geyma matarfanga í niðursuðudósum í ísskáp. Málmurinn hefur áhrif á bragðið. Settu matinn því frekar í gler- eða plastílát með loki.

Þrátt fyrir að það sé eggjahólf í hurð margra ísskápa þá er þetta versti staðurinn til að geyma þau. Þar er hlýjast og mestu hitasveiflurnar. Geymdu eggin í eggjabakkanum í einni af köldustu hillunni og settu þau innst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans