fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Af hverju eru fætur sumra misstórir?

Pressan
Laugardaginn 11. janúar 2025 13:30

Fætur geta verið misstórir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er sagt að hægri og vinstri hlið líkamans séu eins og spegilmynd hvor annarrar. En það sama á ekki við um fæturna sem geta verið misstórir. En af hverju er það svo?

„Fætur fólks eru aldrei eins,“ sagði Dr. Corrine Renne, fótaaðgerðafræðingur, í samtali við Live Science.

Rannsókn, sem var gerð 1983, leiddi í ljós að fætur þátttakendanna, sem voru 4.000 konur og 2.800 karlar, voru ekki eins að lögun eða stærð. Rannsókn sem var gerð 2018 af SATRA Bulletin leiddi í ljós að fætur 19% fólks eru líklega ekki jafn langir og var þá miðað við að munurinn væri minnst 4 millimetrar. Einnig kom fram í þessari rannsókn að í Kína eru 24% fólks með fætur þar sem lengdarmunurinn er minnst 4 millimetrar.

Live Science segir að ekki virðist vera samhljómur um hvor fóturinn sé yfirleitt lengri. Til dæmis segi Center for Foot Care í Ohio að hjá um 80% af Bandaríkjamönnum sé vinstri fóturinn stærri en sá hægri. City Chiropody and Podiatry í Lundúnum er þessu sammála og segir að skýringin geti verið að flestir eru rétthentir sem þýði að meira reyni á vinstri fótinn sem verði því aðeins stærri til að halda líkamanum í jafnvægi.

En í rannsókninni frá 2018 kemur fram að hægri fóturinn hafi oftar reynst lengri eða hjá 50,7% breskra kvenna og 54,8% breskra karla.

Jacob Wynes, prófessor og yfirmaður fótafræðideildar Maryland læknaháskólans, sagði að ýmislegt meðfætt geti valdið því að annar fóturinn verði stærri en hinn. Til dæmis ef börn fæðast með klumbufót. Einnig ef ein eða fleiri tær eru styttri eða vanþroskaðar.

Einnig geta meiðsli breytt fótastærðinni, sérstaklega ef þau eiga sér stað á barnsaldri þegar beinin eru enn að þroskast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela