fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Martröð móður og ungrar dóttur hennar eftir að skipstjórinn dó skyndilega

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska strandgæslan kom móður og sjö ára dóttur hennar til bjargar á dögunum eftir að skipstjóri um borð í seglskútu sem þær voru í varð bráðkvaddur. Skútuna rak stjórnlaust um Kyrrahafið í um viku áður en mæðgunum var bjargað um 1.400 kílómetrum undan ströndum Hawaii.

New York Post greinir frá þessu.

Um var að ræða 47 feta skútu sem sigldi undir frönskum fána og fengu viðbragðsaðilar fyrstu tilkynningu um að ekki væri allt með felldu þann 25. ágúst síðastliðinn. Skipum í nágrenninu var gert viðvart og þá var HC-130 herflugvél send í loftið til að leita eftir skútunni.

Eftir leit í dágóðan tíma komu flugmenn vélarinnar augu á skútuna og komust þeir í samband við konuna sem var um borð. Sagði konan að hún og dóttir hennar væru einar um borð ásamt gæludýrum þeirra, ketti og skjaldböku. Bætti hún við að skipstjórinn hefði dáið nokkrum dögum áður en dánarorsök liggur ekki fyrir.

Veður á þessum slóðum var afar slæmt í síðustu viku og gekk fellibylurinn Gilma til dæmis yfir svæðið. Mæðgunum var að lokum komið til bjargar þegar flutningaskipi í nágrenninu var gert viðvart um nákvæma staðsetningu skútunnar. Var mæðgunum komið um borð í skipið og þeim siglt til Honolulu.

Ekki tókst að koma taug í skútuna og er hún því enn á reki einhvers staðar í Kyrrahafinu. Að sama skapi tókst ekki að ná í lík skipstjórans sem er enn um borð í skútunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“
Pressan
Í gær

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar

Ungir menn dáið í hrönnum vegna umskurðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja