fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 06:30

Strangtrúaðir gyðingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael þann 7. október á síðasta ári hefur orðið sprenging hvað varðar gyðingahatur og árásum á gyðinga í Frakklandi. Nýlega var ráðist á bænahús gyðinga í bænum La Grande-Motte, sem er nærri Montpellier, og þykir árásin vera skelfileg áminning um að gyðingahatur sé að taka á sig enn hættulegri mynd en áður og segja  yfirvöld að gyðingahatur hafi aukist mikið á síðustu mánuðum.

Árásarmaðurinn, sem er 33 ára og frá Alsír, var með skammbyssu og palestínskan fána bundinn um mittið. Hann reyndi að kveikja í bænahúsinu áður en laugardagsguðþjónusta átti að hefjast. Að sögn franskra fjölmiðla kveikti hann fyrst í tveimur bílum fyrir framan bænahúsið. Því næst skrúfaði hann frá gaskút, sem var tengdur við grill á staðnum, og sprakk hann.

Fimm manns, þar á meðal rabbíninn, voru inni í bænahúsinu en lögreglan kom fljótt á vettvang og náði að slökkva eldinn. Einn lögreglumaður meiddist lítillega.

Árásarmanninum tókst að flýja en var handtekinn 15 klukkustundum síðar í Nimes.

En rannsókn málsins og yfirheyrslur yfir manninum hafa leitt í ljós að þetta hefði getað farið miklu verr. Ef hann hefði látið til skara skríða aðeins seinna um morguninn hefði bænahúsið væntanlega verið fullt af fólki. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að maðurinn var með öxi meðferðis og hafði í hyggju að ráðast á fólk sem reyndi að flýja eldhafið.

Hryðjuverkalögreglan fer með rannsókn málsins og er það til merkis um hversu alvarlegt það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi