fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Glímir við Parkinson og sýnir undraverð áhrif byltingarkennds lyfs – Magnað myndskeið

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Damien Gath hefur glímt við Parkinson-sjúkdóminn um langt skeið en fyrir skemmstu varð hann í hópi þeirra fyrstu til að prófa nýtt byltingarkennt lyf við sjúkdómnum.

Óhætt er að segja að lyfið hafi bætt lífsgæði hans svo um munar eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Lyfið sem um ræðir heitir Produodopa og virkar þannig að einskonar dælu er komið fyrir undir húðinni. Hún seytir svo lyfinu inn í líkamann eftir þörfum nokkrum sinnum á dag.

Á myndböndunum sést Damien annars vegar áður en hann fékk lyfið og hins vegar eftir að hann fékk það. Í bæði skiptin er hann að reyna að útbúa kaffibolla og er óhætt að segja að það gangi töluvert betur þegar lyfið er byrjað að hafa áhrif.

Í frétt New York Post kemur fram að Produodopa henti einkum þeim sem eru langt leiddir af sjúkdómnum og þar sem önnur lyf virka ekki sem skyldi.

Eins og margir vita er Parkinson taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu. Sjúkdómseinkennin fara hægt versnandi og getur sjúkdómurinn haft töluverð áhrif á lífsgæði fólks.

Gath er 52 ára og var það eiginkona hans sem tók myndböndin upp og vekur það athygli að aðeins nokkrir dagar liðu á milli. Gath hefur glímt við sjúkdóminn í 12 ár og nýtur hann meðferðar á Sherwood Forest-sjúkrahúsunum í Nottingham á Englandi. Hann fékk fyrsta skammtinn af lyfinu í júlímánuði og hafa lífsgæði hans breyst mikið á þeim stutta tíma sem liðinn er.

Áður en hann byrjaði á þessu tiltekna lyfi tók hann fjögur önnur lyf sex sinnum á dag. Hann segir að einkenni sjúkdómsins séu miklu stöðugri en áður og það sé einnig stór munur að hann sefur miklu betur en áður. „Það er ekki lengur eins og sængin sé mörg kíló að þyngd og ég get snúið mér í rúminu þegar mig langar.“

Myndbandið af Gath má sjá hér að neðan. Ef það birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by theinsidedrop (@theinsidedrop__)

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri