fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Gleðistundin breyttist í martröð: Lést hálftíma eftir að hafa fætt tvíbura

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun ágústmánaðar benti ekkert til annars en að gleði og hamingja væru fram undan hjá Matt Whittaker og unnustu hans, Rachael GallowayRachael, 36 ára, var ófrísk af tvíburum og átti stutt eftir af meðgöngunni og hafði Matt nýlega farið á skeljarnar þar sem hann bað hennar.

Nú þegar ágústmánuður er senn á enda er Matt orðinn tveggja barna faðir en á sama tíma er hann að undirbúa jarðarför unnustu sinnar. Rachael lést aðeins hálftíma eftir að hafa fætt tvíburana Noah og Abel eftir að vandræði komu upp þegar synir hennar voru teknir með keisaraskurði.

Rachael og Matt voru búsett í bænum Carnforth í Lancashire á Englandi.

Matt ræddi þessa miklu sorg í einlægu viðtali við Mail Online þar sem hann minntist unnustu sinnar með hlýjum orðum.

„Hún var það besta sem gat komið fyrir mig. Við trúlofuðum okkur á föstudeginum og borðuðum saman og ég man að ég sagði við hana: „Trúirðu því að þetta sé lífið okkar? Það getur ekki orðið betra.“

Nokkrum dögum síðar gekkst Rachael undir keisaraskurðinn sem var fyrir fram ákveðinn. „Hún var smá stressuð en mjög sterk og hugrökk þangað til drengirnir komu í heiminn. Hún var mjög hamingjusöm og stolt þegar hún sá þá í fyrsta skipti. Því miður var það í síðasta skipti sem hún sá þá en ég vona að hún komi til með að vaka yfir þeim.“

Blásið hefur verið til söfnunar fyrir Matt á vefnum GoFundMe og hafa yfir 20 þúsund pund, 3,6 milljónir króna safnast. Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis í aðgerðinni og segir talsmaður umrædds sjúkrahúss að innri rannsókn fari nú fram.

Í viðtalinu segir Matt að hann muni leggja sig allan fram um að verða drengjunum góður faðir og ala þá þannig upp að móðir þeirra yrði stolt af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“