fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Þyngdarafl jarðarinnar skaut loftsteini á stærð við pýramída af braut þegar hann kom mjög nálægt

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 12:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint í júní þaut loftsteinninn 2024 MK, sem er á stærð við pýramída, nærri jörðinni. Nýjar myndir frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sýna að braut loftsteinsins er mikið breytt eftir þetta framhjáflug og er það vegna áhrifa þyngdaraflssviðs jarðarinnar.

Loftsteinninn, sem er stærri en Pýramídinn mikli í Giza í Egyptalandi, þaut á milli jarðarinnar og tunglsins á rúmlega 34.000 km/klst. Vísindamenn fengu þarna tækifæri til að taka myndir af honum og sýndu þær að loftsteinninn breytti aðeins um braut eftir að hafa komist í snertingu við þyngdaraflssvið jarðarinnar. Þetta þýðir að braut hans um sólina er breytt að eilífu.

Loftsteinninn er 150 metrar í þvermál og því nægilega stór til að gjöreyða stórborg ef svo illa myndi vilja til að hann lenti í árekstri við jörðina.

Hann uppgötvaðist ekki fyrr en 16. júní síðastliðinn. Aðeins 13 dögum síðar fór hann framhjá jörðinni í aðeins 295.000 km fjarlægð sem er ekki mikið á mælikvarða alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi