fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að ljúga til um uppruna dætra sinna

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 07:30

Toronto í Kanada.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karima Manji, kanadísk kona, var nýlega dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa logið til um uppruna dætra sinna. Hún hélt því fram að þær væru inúítar. Fengu dæturnar því sérstakar greiðslur frá ríkinu, greiðslur ætlaðar inúítum, og höfðu þær sem svarar til um 12 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu.

The Guardian segir að kanadísk yfirvöld hafi á síðustu árum tekist á við fjölda mála þar sem fólk heldur því ranglega fram að það sé af ættum inúíta sem eru frumbyggjar Kanada.

Meðal þessara mála er mál Karima sem skráði dætur sínar, Amira og Nadya, sem inúíta árið 2016.

Um 70.000 inúítar búa í Kanada, flestir í Inuit Nunangat sem er í norðurhluta landsins og er rúmlega 3 milljónir ferkílómetra að stærð.

Karima, sem er 59 ára, bjó um skamma hríð í Iqaluit, sem er höfuðborg Inuit Nunangat, á tíunda áratugnum. Dætur hennar fæddust hins vegar í Ontario og hafa engin tengsli við Inuit Nunangat. Karima sagðist hafa ættleitt stúlkurnar sem væru dætur inútía að nafni Kitty Noah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat