fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi

Pressan
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumanni í Manchester á Englandi hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn á fólskulegu ofbeldi sem hann beitti fer fram. Lögreglumaðurinn náðist á myndband sparka í og traðka á höfði liggjandi manns á flugvellinum í Manchester á þriðjudag.

Mennirnir, Amaad og Fahir, voru handteknir á þriðjudagskvöld vegna gruns um líkamsárás á flugvellinum en málavextir eru nokkuð óljósir. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að lögreglumaðurinn í myndbandinu hafi sparkað í manninn eftir að hann veittist að kvenkyns lögregluþjóni með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Alls voru fjórir menn handteknir á flugvellinum, Amaad og Fahir þar á meðal.

Reiðin beinist þó að valdbeitingu lögreglumannsins sem sparkaði í höfuð annars mannanna á meðan hann lá á kviðnum og gat ekki borið hendur fyrir höfuð sér. Mennirnir sem um ræðir eru af erlendum uppruna en báðir búsettir á Englandi.

Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan lögreglustöðina í Rochdale, þar sem annar mannanna býr, í gærkvöldi og var lögregla meðal annars sökuð um rasisma. Þá eru frekari mótmæli fyrirhuguð fyrir utan húsakynni Andy Burham, borgarstjóra Manchester, í kvöld.

Í frétt Daily Mail kemur fram að lögregla sé með málið til rannsóknar og óháður aðili muni fara yfir atburðarásina í fyrrakvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi