fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Mikil reiði vegna lögreglumanns sem beitti fólskulegu ofbeldi

Pressan
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumanni í Manchester á Englandi hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn á fólskulegu ofbeldi sem hann beitti fer fram. Lögreglumaðurinn náðist á myndband sparka í og traðka á höfði liggjandi manns á flugvellinum í Manchester á þriðjudag.

Mennirnir, Amaad og Fahir, voru handteknir á þriðjudagskvöld vegna gruns um líkamsárás á flugvellinum en málavextir eru nokkuð óljósir. Í umfjöllun Mail Online kemur fram að lögreglumaðurinn í myndbandinu hafi sparkað í manninn eftir að hann veittist að kvenkyns lögregluþjóni með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Alls voru fjórir menn handteknir á flugvellinum, Amaad og Fahir þar á meðal.

Reiðin beinist þó að valdbeitingu lögreglumannsins sem sparkaði í höfuð annars mannanna á meðan hann lá á kviðnum og gat ekki borið hendur fyrir höfuð sér. Mennirnir sem um ræðir eru af erlendum uppruna en báðir búsettir á Englandi.

Fjölmenn mótmæli fóru fram fyrir utan lögreglustöðina í Rochdale, þar sem annar mannanna býr, í gærkvöldi og var lögregla meðal annars sökuð um rasisma. Þá eru frekari mótmæli fyrirhuguð fyrir utan húsakynni Andy Burham, borgarstjóra Manchester, í kvöld.

Í frétt Daily Mail kemur fram að lögregla sé með málið til rannsóknar og óháður aðili muni fara yfir atburðarásina í fyrrakvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá