fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Pressan
Föstudaginn 12. júlí 2024 16:00

Iwao Hakamada. Mynd:Amnesty International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iwao Hakamada, sem er 88 ára, beið í 45 ár á dauðaganginum svokallaða eftir að vera tekinn af lífi. Enginn hefur setið lengur á dauðaganginum en hann. Hann bíður þess nú að réttað verði á nýjan leik í máli hans og vonast til að geta hreinsað nafn sitt.

Þar var snemma að morgni 30. júní 1966 sem eldur kom upp á heimili forstjóra eins í Shizuoka í Japan. Þegar búið var að slökkva eldinn fann lögreglan lík forstjórans, eiginkonu hans og tveggja unglinga. Þau höfðu öll verið stungin til bana.

The Guardian segir að Hakamada hafi starfað fyrir fjölskylduna og búið í húsinu. Hann var handtekinn, grunaður um að hafa myrt fjölskylduna, að hafa kveikt í heimilinu og að hafa stolið 200.000 jenum í reiðufé.

Hann var sakfelldur fyrir þetta tveimur árum síðar og dæmdur til hengingar. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.

Það er algengt að dauðadæmdir bíði mjög lengi eftir aftöku í Japan. Fyrir tíu árum tók mál Hakamada nýja stefnu þegar dómstóllinn, sem sakfelldi hann á sínum tíma, úrskurðaði að sum sönnunargögnin, sem voru lögð fyrir dóminn, hafi ekki verið traust og var yfirvöldum skipað að láta Hakamada lausan. Dómstóll á æðra dómstigi ákvað síðan að rétta skyldi aftur í málinu.

Undirréttur sagði að sönnunargögnin, sem voru lögð fram á sínum tíma af lögreglunni hafi hugsanlega verið búin til af henni. Lögmenn Hakamada segja að DNA-rannsókn á blóðblettum á fatnaði hafi sýnt að blóðið var ekki úr Hakamada.

Hakamada hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og sagt að hann hafi verið neyddur til að játa sök eftir langar og strangar yfirheyrslur en hann var oft yfirheyrður í 12 klukkustundir á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá